Námskeiðið er hugsað fyrir 60 ára og eldri, en það er alls ekki krafa að hafa náð þeim aldri. Áhersla er lögð á fjölbreyttar æfingar: Styrktar-, úthalds-, jafnvægis- og liðleikaæfingar undir öruggri og góðri handleiðslu reynds þjálfara. HeldriFit hentar bæði þeim sem eru að koma sér af stað eftir langa pásu og þeim reynslumeiri.
Þjálfari: Jakobína Jónsdóttir
Komdu að æfa í skemmtilegu samfélagi!
Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 09:40 – 10:40.
Aðgangur að stöð innifalinn (open gym).