grunnnámskeið
Næsta námskeið hefst
25. febrúar

Fjögurra vikna námskeið fyrir þau sem vilja koma sér skynsamlega af stað í lokuðum hópi undir leiðsögn reyndra þjálfara. Hentar vel þeim sem eru að koma sér af stað eftir pásu eða meiðsli, vilja fara aftur ofan í grunninn á æfingatækni, eða fara varlegar í sakirnar af hvaða ástæðu sem er.
Þátttakendur fá aðgang að öllum opnum tímum í stöðinni á meðan á námskeiðinu stendur.
Þjálfarar: Jakobína Jónsdóttir og Grétar Ali Khan
Skráning er bindandi.
Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:10 – 19:10.
Komdu í þægilegum fötum og góðum skóm
— og ekki gleyma vatnsbrúsanum!